Markaðsmisnotkun?

Mikill fjöldi íbúða var byggður á þensluárunum og skv. fréttum eiga fjármálastofnanir á annað þúsund íbúða, sem margar hverjar standa auðar.  Eru fjármálastofnanir að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með því að takmarka framboð á íbúðarhúsnæði til leigu og sölu? Þær hafa jú reynslu í markaðsmisnotkun.

Einar Stefánsson


mbl.is Ráða ekki við húsaleiguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...að sjálfsögðu stjórna fjármálastofnanir öllu saman og þurfa ekkert að gera í staðin enn að skipta á bleyjum á blessuðum stjórnvöldum landsins...sem eru afar þakklátir þeim í staðin...

Óskar Arnórsson, 13.8.2011 kl. 15:43

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Íbúðalánasjóður er að minnsta kosti að halda verðinu uppi til þess að valda ekki stöðnun á fasteignamarkaði. Ef það er ekki stöðug verðbólga á fasteignamarkaði þá er hætta á því að eigið fé rýrni að nafnverði. Það er ekki mikið að sækja úr ríkissjóði (vasa skattgreiðenda) til þess að bjarga sjóðnum enn einu sinni. Sumir gætu talið það nægja ástæðu til þess að stýra markaðnum.

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 16:17

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf að sjálfsögðu að vera markaðsstjórn. Eða réttara sagt fasteignastjórn þar sem t.d. bústaðir sem eru fjármagnaðir með Íbúðalánasjóði eru ekki með á venjulegum fasteignamarkaði.

Og sumar fasteignir eiga að vera í eigu stórra félaga sem eru rekin af ríkinu að einhverju leyti. Fólk er eins og búfénaður fyrir bankana þar sem vaxtagreiðendur eru mjólkaðir eftir allskonar rugl reglum.

Það á ekkert að vera erfitt fyrir ungt fólk að fá sína fyrstu íbúð. Það er bara sjálfsagt mál og jafnvel fyrir nemendur sem lifa á námslánum. Það þarf að breyta kerfinu þannig að Íbúðalánasjóður sé ekki notaður til að fjármagna alls konar óþarfa.

Minni vextir og þegar fólk vill stækka við sig, er bara hægt að selja þá Íbúð til þess sem er að kaupa í fyrsta skipti á kjörum sem er normal.

Enn á meðan ekkert í efnahagsmálum á Íslandi er normalt, verðtrygging er enn við lýði og vextir sem eru hreina ránið, þá er ekkert hægt að laga þetta frekar enn nokkuð annað. Það krefts byltingu í efnahagsmálum sem mörgum gæti þótt ansi súr.

Markaðsmisnotkun er gerð lögleg með verðtryggingu og ólögum um húsnæðismál almennt...það þarf að hætta að líta á fasteign sem einhvern sparibauk sem fólk ætlar að græða á þegar það selur.

Húsnæði er alltaf kostnaður hverig sem litið er á það....

Óskar Arnórsson, 13.8.2011 kl. 18:34

4 identicon

líklegt næsta skref er að allar íbúðirnar sem bankarnir eiga verða seldar til einhvers "vinar"

koma alvöru slumlords til sögunnar.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband